Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 25. júní 2018 14:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Carragher: Leikurinn gegn Belgíu fullkomin æfing
Carragher vill sjá Soutghate og félaga sína hugrekki.
Carragher vill sjá Soutghate og félaga sína hugrekki.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher segir að England eigi möguleika á að senda frá sér ákveðna yfirlýsingu sigri þeir Belgíu í lokaleik sínum í riðlinum á fimmtudaginn.

England tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á sunnudaginn þegar liðið burstaði Panama 6-1. Harry Kane skoraði þrennu og leiðir nú kapphlaupið um gullskóinn. Carragher vill sjá liðið standa sig gegn Belgíu.

Þetta gæti verið hin fullkomna æfing. England verður að spila til sigurs gegn Belgíu frekar en að sætta sig við tap eða bíða og sjá hvort að háttvísisreglan ákveði sæti liðsins í riðlinum, ” sagði Carragher.

Ég vil sjá England þróa hugarfar sitt sem þeir þurfa gegn sterkari andstæðingum í útsláttarstiginu. Hversu oft höfum við séð liðið sætta sig við að halda hlutunum jöfnu þar sem uppbótartíma og vítaspyrnukeppnir bíða?”

Þó svo að jafntefli vinni vel fyrir England þá er tækifæri til þess að prufa sig áfram með taktískar breytingar. Hugsið út í sjálfstraustið sem leikmenn fengu ef að hugrekki þeirra tryggir þeim jákvæð úrslit gegn Belgíu. Sjálfstraustið yrði í botni.”

England gæti mætt Kólumbíu, Japan eða Senegal í næstu umferð en hinsvegar gæti Þýskaland og Brazilíá beðið þeirra í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner