mán 25. júní 2018 11:06
Magnús Már Einarsson
Heimir: Ókostur fyrir okkur ef Króatar hvíla menn
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, vill meina að það hjálpi íslenska landsliðinu ekki ef Króatar gera margar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn í Rostov annað kvöld.

Króatar eru svo gott sem búnir að vinna riðilinn og ætla að hvíla lykilmenn. Marcelo Brozovic er í leikbanni og þeir Mario Mandzukic, Ivan Rakitic, Anti Rebic og Sime Vrsjalko eru allir einu gulu spjaldi frá leikbanni.

„Ég held að það sé smá ókostur fyrir okkur. Það er skrýtið að segja það. Ég held að leikmennirnir sem spiluðu fyrstu tvo leikina gætu verið minna mótíveraðir fyrir þennan leik. Þeir gætu passað sig að lenda ekki í meiðslum eða fá spjöld," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„ Þeir sem koma inn eru grimmir. Það eru engir rusl leikmenn í
króatíska hópnum. Þeir sem koma inn í liðið spila með Inter Milan, Real Madrid og fleiri liðum. Þetta eru leikmenn sem er staðráðnir í að sanna sig til að fá að spila í 16-liða úrslitum, 8-liða úrslitum og undanúrslitum. Þetta er þeirra tækifæri og við fáum grimma leikmenn inn í króatíska liðið."

„Við nálgumst þetta þannig að það skiptir ekki máli hvort þeir gera eina breytingu eða tíu. Þetta verður alltaf mjög öflugt króatískt lið."


Sjá einnig:
Telja að Modric byrji gegn Íslandi
Gera Króatar 10 breytingar gegn Íslandi?
Króatar unnu Spánverja án lykilmanna á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner