Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. júní 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Heimir: Tíminn í Rússlandi nánast fullkominn
Icelandair
Heimir á æfingasvæðinu í Gelendzhik.
Heimir á æfingasvæðinu í Gelendzhik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, er mjög ánægður með hvernig séð hefur verið um íslenska landsliðið á HM í Rússlandi.

„Allur þessi tími í Rússlandi hefur nánast verið fullominn. Allt skipulag hefur verið upp á tíu í kringum okkur," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Fólkið í kringum okkur hefur verið hjálpsamt og viljugt og allt gengið upp. Við getum ekki annað en hrósað Rússum fyrir framkvæmdina. Við gerum það beint frá hjartanu."

Heimir hefur verið mjög ánægður með dvöl Íslands í Gelendzhik þar sem liðið hefur verið með bækistöðvar sínar.

„Það verða góðar minningar ef að örlögin verða þau að við dettum út á morgun. Við eigum góðar minningar frá Gelendzhik og fólkinu í kring. Þetta hefur verið mikil upplifun og reynsla sem mun nýtast þessum hópi í framhaldinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner