Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. júní 2018 10:15
Magnús Már Einarsson
Kona Birkis gefur puttann á neikvæða umræðu um fjölskyldur
Icelandair
Stefánía og Birkir kyssast eftir leik Íslands og Argentínu.
Stefánía og Birkir kyssast eftir leik Íslands og Argentínu.
Mynd: Getty Images
Á fréttamannafundi eftir leik Íslands og Nígeríu á föstudag spurði erlendur blaðamaður Heimi Hallgrímsson að því hvort hann sjái eftir því að hafa gefið leikmönnum frí daginn fyrir leik til að hitta fjölskyldur sínar. Blaðamaðurinn gaf í skyn að það hefði truflað undirbúning leikmanna fyrir leik.

Leikmenn íslenska landsliðsins fengu frítíma eftir æfingu í Volgograd á fimmtudag og gátu hitt fjölskyldur sínar þar, daginn fyrir leikinn gegn Nigeríu.

„Á síðasta fréttamannafundi okkar töluðum við um að margt í lífinu væri mikilvægara en fótbolti, í tengslum við þau veikindi sem markvörður Nígeríu er að glíma við. Annað sem er mikilvægara í lífinu er fjölskylda. Í gær gafst tækfæri fyrir leikmenn að hitta fjölskyldu og það eiga menn að rækta í lífinu," sagði Heimir á fréttamannafundinum.

Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona bakvarðarins Birkis Más Sævarssonar, hefur lagt orð í belg um málið á Twitter.

Þar svarar hún þeim sem hafa gagnrýnt að leikmenn hitti fjölskyldur sínar á meðan á HM stendur.

Twitter færslan er hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner