Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júní 2018 18:15
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Króatíu - Hvað verða margar breytingar?
Icelandair
Mario Mandzukic er á gulu spjaldi og mætir Íslandi væntanlega ekki að þessu sinni.
Mario Mandzukic er á gulu spjaldi og mætir Íslandi væntanlega ekki að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Domagoj Vida gæti haldið sæti sínu í vörninni.
Domagoj Vida gæti haldið sæti sínu í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjög erfitt er að rýna í byrjunarlið Króatíu gegn Íslandi á morgun. Króatar eru svo gott sem búnir að vinna riðilinn og Zlatko Dalic þjálfari liðsins getur leyft sér að hvíla byrjunarliðsmenn.

Marcelo Brozovic er í leikbanni og þeir Mario Mandzukic, Ivan Rakitic, Anti Rebic og Sime Vrsjalko eru allir einu gulu spjaldi frá leikbanni. Líklegt er að þeir verði allir hvíldir gegn Íslandi.Króatískum fjölmiðlamenn tippa á margar breytingar og sumir þeirra telja að breytingarnar verði tíu talsins, Ivan Perisic verði þá sá eini sem verður áfram í liðinu frá því gegn Argentínu.

Króatar eru með 22 manna hóp eftir að Nikola Kalinic var sendur heim og þar af eru þrír markverðir. Því geta Króatar aldrei gert fleiri breytingar en tíu.

Pressa er frá bæði Argentínu og Nígeríu að Króatar spili sterkustu mönnum sínum enda eru þessi lið að berjast við Ísland um sæti á HM.

Króatískir fjölmiðlar telja því jafnvel að Luka Modric byrji en þá aftar á miðjunni en á mótinu hingað til.

Fótbolti.net spáir því að Ivan Perisic, Luka Modric, Domagoj Vida og Danijel Subasic spili allir á morgun að sjö nýir leikmenn komi inn í liðið.

Sjá einnig:
Telja að Modric byrji gegn Íslandi
Gera Króatar 10 breytingar gegn Íslandi?
Athugasemdir
banner