banner
   mán 25. júní 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Maradona trylltur - Vill fund með leikmönnum Argentínu
Reiður.
Reiður.
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur enn og ný látið í sér heyra eftir slaka frammistöðu hjá landsliði Argentínu á HM. Maradona var brjálaður með leikplanið gegn Íslandi í fyrsta leik og hann hefur nú látið í sér heyra eftir 3-0 tapið gegn Króatíu í síðustu viku.

Maradona vill fá að hitta leikmenn argentínska landsliðsins og funda með þeim fyrir leikinn gegn Nígeríu anna kvöld. Argentína verður að vinna þann leik og treysta á að Ísland vinni ekki jafn stóran sigur gegn Króatíu.

Maradona vill hitta Jorge Sampaoli og þjálfara Argentínu fyrir leikinn annað kvöld. Hann vill einnig taka fyrrum leikmenn argentínska landsliðsins með sér á fund.

„Við þurfum að verja heiður okkar. Ég er reiður og mjög pirraður inn í mér því að hver sem klæðist treyjunni má ekki lenda í svona stórtapi gegn Króatíu. Þetta er ekki Þýskaland, Brasilía, Holland eða Spánn," sagði Maradona ósáttur.

Maradona gagnrýndi einnig Claudio Tapia, forseta argentínska knattspyrnusambandsins.

„Það er sökudólgur í þessu og það er forseti argentínska knattspyrnuambandsins. Allir samþykktu það þegar Sampaoli kom með tölvurnar, drónana og 14 aðstoðarmenn sína. Ég tel að það sé léleg stjórnun af hálfu Tapia."

Sjá einnig:
Maradona brjálaður - Skilur ekki leikplanið gegn Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner