Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. júní 2018 16:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sadio Mane pirraður eftir jafnteflið
Sadio Mane á ferðinni fyrir Senegal á HM.
Sadio Mane á ferðinni fyrir Senegal á HM.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane segir Senegal vera pirraði eftir 2-2 jafnteflið við Japan í öðrum leik liðsins á HM á sunnudaginn.

Mane skoraði fyrsta mark leiksins á skemmtilegan hátt þegar boltinn skoppaði af hné leikmannsins eftir skelfileg mistök hjá markmani Japans.

Senegal komst tvisvar yfir í leiknum en Japan tókst að jafna og taka eitt stig. Mane líður eins og liðið hafi tapað stigum.

Auðvitað vorum við pirraðir. Við vildum sigra og við gerðum það ekki svo það er eðlilegt að vera pirraður. Við öttum kappi við gott lið sem skapaði sér mörg færi og skoraði tvö mörk,” sagði Mane.

Það var tækifæri til þess að sigra þennan leik. Við skoruðum, þeir jöfnuðu. Við sköpuðum færi, skoruðum og þeir jöfnuðu aftur. Við eigum annan mikilvægan leik og við þurfum á jákvæðum úrslitum til þess að komast áfram í næstu umferð.”

Við vitum að þetta er í okkar höndum. Þetta er mikilvægur leikur og við munum vinna að jákvæðum úrslitum.”

Það er algjörlega í höndum Senegal hvort að þeir komist upp úr riðlinum. Ef þeir sigra Kólumbíu í lokaleik sínum á fimmtudaginn eru þeir öruggir áfram. Kólumbía þarf hinsvegar nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér áfram í næstu umferð. Það má því búast við gríðarlega spennandi leik sem leikinn verður klukkan 14:00 næstkomandi fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner