Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. júní 2018 13:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Southgate: Myndi ekki skipta á neinum fyrir Kane
Southgate er sáttur með sinn mann.
Southgate er sáttur með sinn mann.
Mynd: FIFA
Gareth Southgate lofsamaði frammistöðu Harry Kane eftir leik Englands gegn Panama á sunnudaginn.

Harry Kane var í sviðsljósinu í leiknum, skoraði þrennu og leiddi liðið til sigurs. Tvö markanna komu af vítapunktinum og þriðja markið var svo ansi skrautlegt en boltinn hrökk af honum og í netið. Kane er markahæstur á mótinu til þessa og mun líklega vera í samkeppni við Cristiano Ronaldo og Romelu Lukaku um gullskóinn.

Þá segir Southgate að Kane sé á pari við bestu leikmenn heims, þá Ronaldo og Lionel Messi.

Sjáðu til, hann er hérna og hann er þarna uppi á toppnum. Við viljum ekki skipta honum fyrir neinn annan, hann er besta 'nían' á þessu móti. Þú veist það að þegar hann fær tækifærin mun hann klára þau," sagði Southgate.

En það er jafnmikilvægt hvernig hann fórnar sér fyrir liðið með pressunni sem hann setur á andstæðingana, hvernig hann heldur uppi boltanum, leggur sig fram á öllum sviðum leiksins. Hann er ekki leikmaður sem stendur frammi og bíður eftir færunum og það er mikilvægt í samhengi við þær siðferðisreglur sem við erum að reyna að búa til innan liðsins."

England er komið áfram í 16-liða úrslit og mætir Belgíu í síðasta leik riðilsins í baráttu um toppsæti riðilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner