Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 25. júní 2018 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Strákarnir horfðu á nýjustu mynd Baltasars í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á morgun sinn stærsta leik í sögunni þegar þeir mæta Króatíu í riðlakeppni HM. Leikurinn mun skera úr um það hvort Ísland fari áfram í 16-liða úrslit eða ekki.

Ísland þarf að vinna Króatíu og treysta á það að Nígería vinni ekki Argentínu á sama tíma. Argentína þarf eiginlega að vinna þann leik og ekki með of stórum mun.

Í kvöld taka strákarnir því rólega fyrir leikinn stóra á morgun. Kíkt var í bíó í Rostov og horft var á nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift.

Kvikmyndin Adrift er á byggð á sannri sögu og fjallar um unga konu að nafni Tami, sem þarf að takast á við rosalegt mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar, Richard, höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum. Skútan gjöreyðilagðist í fellibyl.

Myndin hefur verið að fá flotta dóma og er hún til dæmis með 70% á vefsíðunni Rotten Tomatoes.

Hér að neðan er stikla úr myndinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner