Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. júní 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Króata: Getum hefnt fyrir tapið á Íslandi
Icelandair
Zlatko Dalic þjálfari Króatíu og fjölmiðlafulltrúinn Tomislav Pucak
Zlatko Dalic þjálfari Króatíu og fjölmiðlafulltrúinn Tomislav Pucak
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatko Dalic, þjálfari Króata, vonast til að geta hefnt fyrir tapið gegn Íslandi fyrir rúmu ári síðan þegar liðin eigast við á HM klukkan 18:00 annað kvöld.

Ísland vann Króatíu 1-0 á Laugardalsvelli í júní í fyrra þar sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina markið undir lok leiks.

„Það tap varð til þess að við þurftum að fara í umspil. Þetta er nýr leikur og nýtt mót," sagði Zlatko á fréttamannafundi í dag.

„Það væri gaman að kvitta fyrir þetta en þetta er allt önnur keppni. Króatía er komið í 16-liða úrslit en Ísland þarf að berjast fyrir því að koma áfram."

„Þetta tap hafði áhrif á okkur en á morgun getum við hefnt fyrir það. Við þurfum að sýna gæði okkar og spila jafnvel og í fyrstu tveimur leikjunum,"
sagði Zlatko en Króatar eru með fullt hús stiga á HM eftir sigra gegn Argentínu og Nígeríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner