Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. júní 2019 21:53
Arnar Helgi Magnússon
Afríkukeppnin: Kamerún hefur titilvörnina á sigri
Bræðurnir, Jordan og Andre Ayew.
Bræðurnir, Jordan og Andre Ayew.
Mynd: Getty Images
Kamerún hóf leik í Afríkukeppninni í dag þegar liðið mætti landsliði Gíneu-Bissaú. Kamerún er ríkjandi meistari en mótið var síðast haldið árið 2017.

Yaya Banana, varnarmaður Ólympíakos, kom Kamerún yfir þegar tæpar 25 mínútur voru til leiksloka.

Tæpum þremur mínútum síðar tvöfaldaði Stéphane Bahoken forystu Kamerún og þar við sat. Liðið hefur titilvörnina á góðum sigri.

Gana og Benín mættust síðan í kvöld í sama riðli og lauk þeim leik með fjörugu jafntefli, 2-2.

Andre og Jordan Ayew-bræður voru báðir á skotskónum fyrir lið Gana en Mickaël Poté skoraði bæði mörk Benín.

Úrslitaleikur mótsins fer fram þann 19. júlí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner