Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. júní 2019 16:03
Elvar Geir Magnússon
El Shaarawy á leið til Kína
Stephan El Shaarawy.
Stephan El Shaarawy.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Stephan El Shaarawy hafi samþykkt að ganga í raðir kínverska félagsins Shanghai Shenhua.

Il Tempo segir að Quique Sanchez Flores, þjálfari Shanghai Shenhua, hafi sannfært El Shaarawy í gegnum síma.

Sagt er að kínverska félagið muni greiða um 18 milljónir evra til Roma.

El Shaarawy var markahæsti leikmaður Roma á liðnu tímabili með ellefu mörk en ár er eftir af samningi hans og viðræður um nýjan samning hafa gengið illa.

El Shaarawy er 26 ára og er fyrrum leikmaður AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner