Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. júní 2019 10:20
Elvar Geir Magnússon
Gjáin milli Newcastle og stuðningsmanna stækkar
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mynd: Getty Images
Margir stuðningsmenn Newcastle voru svekktir í gær þegar félagið staðfesti að ekki hefðu náðst samningar við knattspyrnustjórann Rafael Benítez og hann væri farinn frá félaginu.

Phil McNulty, helsti fótboltapenni BBC, segir að Benítez hafi ekki getað unnið lengur undir þeirri vegferð sem Mike Ashley, viðskiptamaður og eigandi Newcastle, hefur farið með félagið.

Ashley er ákaflega óvinsæll meðal stuðningsmanna Newcastle.

„Benítez og Ashley mynduðu ólíklegasta hjónaband fótboltans þegar leiðir þeirra lágu saman 2016. Það óvæntasta er hversu lengi þeir entust saman," skrifar McNulty í áhugaverðum pistli þar sem hann rekur ástæðuna fyrir því að Benítez er horfinn á braut.

Viðskiptamódel Ashley með Newcastle er þannig að félagið rekur sig sjálft og Benítez var ekki ánægður með að fá bara 60 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar.

Ashley vill leggja áherslu á unga leikmenn sem möguleiki sé á að græða á í framtíðinni og langtímasamningar við leikmenn 28 ára og eldri eru ólíklegir.

Enginn vinnur
Benítez vildi í ljósi stöðu sinnar, árangurs og reynslu fá meiri völd hjá félaginu en viðræður um nýjan samning sigldu í strand. Árangur Benítez með Newcastle er óumdeildur en nú er spurningin hvert næsta skref hjá félaginu verður.

„Hver stendur uppi sem sigurvegari í valdabaráttu Newcastle? Svarið er: Enginn. Ashley hefur ekki náð að halda besta stjóra sem hann mun nokkurn tíma eignast, manninn sem hefur tekið pressuna frá skrifstofu hans því hann er svo elskaður af stuðningsmönnum. Það er í raun hann sem hefur gefið Newcastle vigt með árangri sínum og ferli hjá félögum eins og Valencia, Liverpool, Inter, Chelsea, Napoli og Real Madrid," skrifar McNulty.

„Markmið Ashley virðist vera að halda liðinu í úrvalsdeildinni þar til félagið er selt. Benítez er með tilboð frá kínverska félaginu Dalian Yifang en hann er stjóri sem hefur öðruvísi metnað. Stóru störfin í Evrópu sem myndu henta Benítez eru ekki laus en er Kína virkilega staðurinn sem hinn 59 ára stjóri vill fara til núna, með fjölskylduna búsetta í Liverpool?"

„Stærstu tapararnir eru stuðningsmenn Newcastle þar sem þetta mál er nýjasta leiðindamálið í sápuóperunni sem félagið þeirra er."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner