Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. júní 2019 20:24
Arnar Helgi Magnússon
Óvissa með framtíð Coutinho - Veit sjálfur ekkert
Mynd: Getty Images
Bras­il­íski knatt­spyrnumaður­inn Phil­ippe Cout­in­ho gæti verið á förum frá Barcelona eftir einungis eitt og hálft ár hjá félaginu.

Leikmaðurinn hefur ekki staðið undir væntingum hjá Barcelona en hann skoraði fimm mörk í 34 leikjum á leiktíðinni.

Hann talaði um á blaðamannafundi í dag að það væri óvíst hvort að hann yrði áfram hjá spænska félaginu.

„Það er mikið í fjölmiðlum sem er ekki satt hvað varðar framtíð mína. Ég veit hreinlega ekki hvað gerist næst og það er satt," segir Coutinho.

„Ég átti ekki góða leiktíð og ég náði ekki þeim markmiðum sem ég setti mér í markaskorun. Ég dreg lærdóm af þessu tímabili og vona að ég geri betur á því næsta."

PSG er sagt hafa áhuga á Coutinho en Neymar gæti verið að ganga í raðir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner