Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. júní 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Ranieri til í að taka við Newcastle
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Roma, hefur áhuga á að taka við sem stjóri Newcastle United.

Sky Sports segir að Ranieri sé tilbúinn að snúa aftur í enska boltann en í gær varð ljóst að Rafa Benítez væri hættur hjá Newcastle.

Ranieri vann ensku úrvalsdeildina með Leicester 2016 og lauk síðasta tímabili sem stjóri Roma.

Honum gekk þó ekki vel í síðasta starfi sínu á Englandi, hjá Fulham sem féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Nöfn Ranieri, Jose Mourinho og Gennaro Gattuso koma við sögu hjá veðbönkum þegar kemur að stjórastól Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner