Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 25. júní 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Verslar Arsenal varnarmann frá Dortmund?
Dan-Axel Zagadou í baráttunni gegn Bayern München
Dan-Axel Zagadou í baráttunni gegn Bayern München
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er að skoða möguleikann á því að fá franska varnarmanninn Dan-Axel Zagadou frá Borussia Dortmund í Þýskalandi. Mirror greinir frá.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, vill styrkja varnarlínuna fyrir komandi tímabil og hefur hann um skeið fylgst með frammistöðu Zagadou hjá Dortmund.

Þessi tvítugi varnarmaður heillaði njósnara frá Arsenal með frammistöðu sinni með U20 ára landsliði Frakklands á HM sem fór fram í Póllandi.

Zagadou hefur verið að brjóta sér leið í lið Dortmund en Emery vill ólmur festa kaup á honum í sumar.

Frakkinn á þrjú ár eftir af samningnum en hann gæti þó viljað fleiri tækifæri og mun það reynast honum afar erfitt eftir að Mats Hummels kom aftur frá Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner