Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. júní 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
15 ára yngsti leikmaður La Liga frá upphafi
Romero spilar með Mallorca.
Romero spilar með Mallorca.
Mynd: Getty Images
Hinn 15 ára gamli Luka Romero setti met í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar hann kom inn á sem varamaður á 83. mínútu hjá Real Mallorca í 2-0 tapi gegn Real Madrid.

Romero er 15 ára og 219 daga en hann er þar með yngsti leikmaðurinn í sögu La Liga. Sanson, leikmaður Celta Vigo, átti fyrra metið en það var sett fyrir 80 árum síðan.

Romero fæddist í Mexíkó og hefur verið kallaður „mexíkóski Messi". Öll fjölskylda hans fæddist í Argentínu og draumur hans er að spila með argentínska landsliðinu í framtíðinni.

Þegar Romero var sjö ára æfði hann með Barcelona en á endanum flutti fjölskylda hans til Mallorca.

Þegar Romero var tólf ára hitti hann brasilíska varnarmanninn Dani Alves á strönd á Ibiza og þeir fóru að spila fótbolta. Þegar fólk kom og vildi mynd með Alves sagði Brasilíumaðurinn: „Takið myndir af honum en ekki mér. Hann er nýi Messi."

Romero er spáð miklum frama í fótboltanum en áhugavert verður að sjá framgöngu hans á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner