Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. júní 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Ari og Stefan verða löglegir gegn Val
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn ungi Ari Sigurpálsson er kominn með leikheimild með HK og verður löglegur um helgina þegar Kópavogsliðið tekur á móti Val.

Leikur HK og Vals verður í Kórnum klukkan 19:15 á sunnudagskvöld.

Ítalska félagið Bologna keypti Ara, sem er sautján ára, frá HK í sumar og hefur lánað hann aftur til Kópavogsfélagsins. Það tók sinn tíma fyrir hann að fá keppnisleyfi með HK en það er nú í höfn.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, sagði í viðtali í gær að Stefan Ljubicic yrði einnig kominn með leikheimild á sunnudaginn. Stefan er tvítugur sóknarmaður sem var síðast hjá FC Riga í Lettlandi.

HK-ingar unnu óvæntan sigur gegn KR í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar og eru með þrjú stig.

Ljóst er að markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson spilar ekki á næstunni en hann meiddist í leiknum gegn FH í fyrstu umferð. Ekki er alveg komið á hreint hversu lengi hann verður frá.

Hér að neðan má sjá viðtal við Brynjar sem var tekið eftir 2-1 útisigur liðsins gegn Magna í Mjólkurbikarnum í gær.

Næsta umferð Pepsi Max-deildarinnar:

sunnudagur 28. júní
17:00 Stjarnan-KA (Samsung völlurinn)
19:15 HK-Valur (Kórinn)
19:15 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)

mánudagur 29. júní
19:15 Fylkir-Grótta (Würth völlurinn)
19:15 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
Brynjar Björn: Við rifum okkur í gang í seinni hálfleik
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner