Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. júní 2020 11:35
Magnús Már Einarsson
Atli Guðna bjargaði FH frá 3-0 tapi
Atli Guðnason.
Atli Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Guðnason, leikmaður FH, bjargaði því að liðið stillti upp ólöglegu liði gegn Þrótti R. í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Hugi Halldórsson, stuðningsmaður FH, segir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Fantasy gandalf í dag.

Atli var hvíldur og ekki í leikmannahópi FH í gær. Þessi reynslubolti benti þjálfarateymi FH hins vegar á það fyrir leik að Pétur Viðarsson væri ólöglegur í leiknum.

Pétur átti að vera í hópnum í gær en hann var í leikbanni þar sem hann fékk rautt spjald í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi R: í fyrra.

Ef Pétur hefði komið við sögu í gær hefði FH getað tapað leiknum 3-0 þar sem hann hefði verið ólöglegur.

„Hann (Pétur) átti að vera í hóp og fá mínútur. Þarna bjargaði Atli Guðna FH-ingum. Takk Atli Guðnason," sagði Hugi í Fantasy Gandalf.

Umræðan um þetta atvk byrjar eftir einn klukkutíma og 5 mínútur í Fantasy Gandalf.


Athugasemdir
banner
banner
banner