Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. júní 2020 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Holding og McNeil bestir - McCarthy skúrkurinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sky Sports er búið að gefa leikmönnum einkunnir eftir leikina sem voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni.

Varnarmaðurinn Rob Holding var besti leikmaður Arsenal sem lagði Southampton að velli í dag, 0-2. Emiliano Martinez átti einnig góðan leik í markinu rétt eins og bakvörðurinn Bukayo Saka og Eddie Nketiah sem var fremstur í dag.

Alex McCarthy markvörður Southampton var versti maður vallarins ásamt Jack Stephens. McCarthy gaf Nketiah fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og svo lét Stephens reka sig af velli fyrir klaufalegt brot sem aftasti varnarmaður á lokakaflanum.

Southampton: McCarthy (4), Valery (5), Stephens (4), Bednarek (5), Bertrand (6), Armstrong (6), Ward-Prowse (6), Hojbjerg (6), Obafemi (5), Redmond (6), Ings (6).
Varamenn: Long (6), Walker-Peters (6).

Arsenal: Martinez (8), Bellerin (6), Mustafi (6), Holding (8), Tierney (7), Pepe (6), Ceballos (6), Xhaka (6), Saka (8), Nketiah (8), Aubameyang (7).
Varamenn Lacazette (6), Willock (7), Kolasinac (6)

Burnley sigraði þá gegn Watford og var Dwight McNeil, ungur kantmaður Burnley, valinn sem maður leiksins. McNeil hefur verið að gera frábæra hluti í fjarveru Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem er að glíma við meiðsli á kálfa.

Jay Rodriguez gerði eina mark leiksins á 73. mínútu með laglegum skalla og fær 7 fyrir sinn þátt. McNeil átti fyrirgjöfina.

Burnley: Pope (6), Lowton (7), Mee (7), Taylor (7), Brownhill (7), Westwood (7), Cork (7), McNeil (8), Rodriguez (7), Vydra (7).
Varamaður: Pieters (6).

Watford: Foster (6), Femenia (6), Kabasele (6), Dawson (7), Masina (6), Capoue (7), Hughes (7), Sarr (7), Cleverley (6), Welbeck (7), Deeney (7).
Varamenn: Cathcart (7), Doucoure (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner