Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. júní 2020 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Burnley og Arsenal með sigra
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal er búið að vinna sinn fyrsta leik eftir Covid en í dag heimsótti liðið Southampton.

Eddie Nketiah skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir skelfileg mistök hjá Alex McCarthy markverði Southampton, en Nketiah náði að fara fyrir sendingu hans og skora.

Arsenal leiddi eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik en heimamenn voru betri eftir leikhlé. Þeim tókst þó ekki að koma knettinum í netið og misstu Jack Stephens af velli með beint rautt spjald á 85. mínútu.

Hann var þá aftasti varnarmaður og braut á Pierre-Emerick Aubameyang rétt utan teigs. Alexandre Lacazette tók spyrnuna og innsiglaði Joe Willock sigurinn með marki úr frákastinu.

Arsenal er því komið upp í níunda sæti úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá Evrópusæti.

Southampton 0 - 2 Arsenal
0-1 Eddie Nketiah ('20)
0-2 Joe Willock ('87)
Rautt spjald: Jack Stephens, Southampton ('85)

Burnley vann einnig sinn fyrsta leik eftir Covid pásu er liðið fékk Watford í heimsókn. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik en var staðan markalaus þegar gengið var til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik virkuðu gestirnir frá Watford líflegri en það var Jay Rodriguez sem braut ísinn með skallamarki á 73. mínútu eftir fyrirgjöf frá Dwight McNeil.

Gestunum tókst ekki að jafna og fara öll stigin til Burnley.

Burnley er í ellefta sæti deildarinnar, einu stigi eftir Arsenal. Watford er í harðri fallbaráttu og situr einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hópi Burnley vegna meiðsla á kálfa.

Burnley 1 - 0 Watford
1-0 Jay Rodriguez ('73)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner