Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. júní 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Nær Man City að fresta fögnuði Liverpool?
City mætir Chelsea.
City mætir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og getur Liverpool mögulega innsiglað enska úrvalsdeildartitilinn - þótt að liðið sé nú ekki að spila í kvöld.

Liverpool mætti Crystal Palace í gær og vann þar sigur. Ef Manchester City tekst ekki að vinna Chelsea á Stamford Bridge í kvöld þá verður Liverpool staðfestur Englandsmeistari. Ef City vinnur þá verður leikur á Etihad þann 2. júlí þar sem City þarf að taka öll stigin til að fresta fögnuði Liverpool enn lengur.

Oft er talað um 'sófameistara' þegar lið vinna titla án þess að vera að spila.

Arsenal hefur gengið hörmulega frá því að enska úrvalsdeildina byrjaði aftur, en liðið fer í heimsókn til Southampton klukkan 17. Þá fær Burnley lið Watford í heimsókn.

fimmtudagur 25. júní
17:00 Southampton - Arsenal (Síminn Sport)
17:00 Burnley - Watford (Síminn Sport)
19:15 Chelsea - Man City (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 22 8 3 76 32 +44 74
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 33 11 12 10 52 50 +2 45
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner