Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. júní 2020 10:20
Magnús Már Einarsson
Hallgrímur líklega með slitið krossband - „Ég er hvergi hættur"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Jónasson, varnarmaður KA, er líklega með slitið krossband en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik í 6-0 sigri gegn Leikni R. í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi.

„Það bendir allt til þess að þetta sé slitið krossband," sagði Hallgrímur við Fótbolta.net í dag en hann meiddist eftir viðskipti sín við Sólon Breka Leifsson, framherja leiknis.

„Hann rennur á mig, ég sparka boltanum með hægri og hnéð fer í yfirfettu á vinstri. Ég fann strax að þetta var eitthvað óeðlilegt," sagði Hallgrímur sem segist ekki reiður út í Sólon.

„Það er ekki hægt að bera kala til neins sem gerir eitthvað óviljandi. Hann þarf bara að fá sér skrúfutakka því að hann rennur líka í atvikinu þar sem hann fékk seinna gula spjaldð," sagði Hallgrímur en Sólon var rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald eftir hálftíma leik.

Hinn 34 ára gamli Hallgrímur er spilandi aðstoðarþjálfari hjá KA en útlit er fyrir að hann einbeiti sér að þjálfarahluverkinu í sumar. Hann segist staðráðinn í að snúa aftur á fótboltavöllinn á næsta ári.

„Ég hef aldrei farið í aðgerð á hné eða neitt slíkt áður. Vonandi er þetta bara endurhæfing og ég mæti síðan tilbúinn árinu eldri á næsta ár. Ég er hvergi hættur. Það eru margir eldri en ég í þessari deild," sagði Hallgrímur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner