Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 25. júní 2020 08:47
Magnús Már Einarsson
Koulibaly frekar til Man City en Liverpool
Powerade
Kalidou Koulibaly
Kalidou Koulibaly
Mynd: Getty Images
Thiago Silva gæti verið á leið í enska boltann.
Thiago Silva gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Margir brasilískir leikmenn koma við sögu í slúðurpakka dagsins í dag.



Juventus hefur spurst fyrir um Pierre-Emerick Aubameyang (31) framherja Arsenal. Barcelona og Inter hafa einnig áhuga. (Le10Sport)

Sean Dyche gæti hætt sem stjóri Burnley eftir tímabilið en hann er þreyttur á að fá ekki pening til leikmannakaupa og hversu illa gengur að semja við leikmenn. (Mail)

Kalidou Koulibaly (29) varnarmaður Napoli mun líklega ganga í raðir Manchester City eftir að Liverpool ákvað að leita annað. (Express)

Manchester United er eina félagið sem Jadon Sancho (20) gæti gengið til liðs við í sumar. Borussia Dortmund ætlar ekki að selja hann á minna en 118 milljónir punda. (Bild)

Brasilíski miðjumaðurinn Fred (27) vill skrifa undir nýjan samning hjá Manchester United. (Sun)

Willian (31) er í viðræðum um að framlengja samning sinn við Chelsea en hann gæti farið frítt frá félaginu í sumar. (Mail)

Everton, Tottenham og Wolves vilja fá Thiago Silva (35) varnarmann PSG. Thiago Silva er á förum frá PSG og vill fara til Englands. (Goal)

Liverpool er í bílstjórasætinu í baráttunni um Thiago Alcantara (29) miðjumann Bayern Munchen eftir að samningaviðræður hans við þýska félagið runnu út í sandinn. (Bild)

Arsenal hefur haft samband við Sporting Lisabon vegna framherjans Joelson Fernandes (17). Barcelona og RB Leipzig hafa einnig áhuga. (Star)

Tanguy Ndombele (23) miðjumaður Tottenham, hefur sagt jose Mourinho að hann vilji aldrei spila aftur undir hans stjórn. PSG, Barcleona og Bayern Munchen hafa öll áhuga á leikmanninum. (ESPN)

Barcelona hefur áhuga á að skipta á Ndombele og hægri bakverðinum Nelson Semedo (26) eða Philippe Coutinho. (28). (Independent)

Mason Mount (21) miðjumaður Chelsea hefur keypt ársmiða á völlinn hjá hollenska félaginu Vitesse Arnhem og gefið heilbrigðisstarfsfólki sem á ekki efni á miðum. Mount var á láni hjá Vitesse 2017/2018. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner