Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. júní 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR-ingar skoða hvort grundvöllur sé fyrir bótarétti
KR-ingar hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli vegna meiðsla leikmennirnir urðu fyrir í Egilshöll.
KR-ingar hafa misst tvo leikmenn í alvarleg meiðsli vegna meiðsla leikmennirnir urðu fyrir í Egilshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inn í Egilshöll.
Inn í Egilshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar eru að kanna réttastöðu sína vegna meiðsla tveggja leikmanna félagsins í Egilshöll.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

„Við erum að skoða það hvort það sé grundvöllur fyrir bótarétti og þá að sækja bætur í hendur Regins. Við teljum að við og okkar leikmenn hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna vanrækslu fasteignafélagsins," segir Páll í samtali við Fréttablaðið.

„Að okkar mati hefur Reginn vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum. Af þeim sökum hafi mögulega myndast réttur til skaðabóta. Málið er í vinnslu innan okkar raða," segir Páll enn fremur.

Egilshöll er í eigu Reginn fasteignafélags og skoðar KR nú það að sækja bætur frá fyrirtækinu vegna meiðsla Emils Ásmundssonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem meiddust báðir á gervigrasinu í höllinni.

Gervigrasið í Egilshöll var gagnrýnt harðlega í byrjun þessa árs og var Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, reiður eftir 8-1 sigur á Vængjum Júpiters á þriðjudag.

„Við erum að horfa upp á Gunnar Þór Gunnarsson vera klára ferilinn sinn hér vegna hnémeiðsla sem má rekja til gervigrassins hérna," sagði Rúnar.

Viðtalið við hann sem var tekið á þriðjudaginn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Sjá einnig:
Af hverju máttu liðin ekki spila á Meistaravöllum?
Rúnar Kristins búinn að fá nóg: Annar leikmaður sem eyðileggur á sér hnéð
Athugasemdir
banner
banner