fim 25. júní 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reyndi að fá Joe Hart aftur heim til Shrewsbury
Joe Hart hefur vermt varamannabekkinn hjá Burnley upp á síðkastið.
Joe Hart hefur vermt varamannabekkinn hjá Burnley upp á síðkastið.
Mynd: Getty Images
Ferill Joe Hart hefur verið á hraðri niðurleið síðustu ár og verður markvörðurinn án félags í lok þessa mánaðar þegar samningur hans við Burnley rennur út.

Hart kom til Burnley frá Manchester City á 3,5 milljónir punda árið 2018 en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu eftir nokkra mánuði og hefur síðan þá einungis spilað þrjá leiki.

Hart varð enskur meistari með Manchester City árin 2012 og 2014 en eftir að Pep Guardiola tók við liðinu missti hann sæti sitt og síðan þá hefur ferilinn legið hratt niður á við.

Sam Ricketts, stjóri Shrewsbury Town í ensku C-deildinni, viðurkennir það að hafa reynt að sannfæra Hart um að koma aftur heim. Hinn 33 ára gamli Hart er uppalinn hjá Shrewsbury og þar byrjaði ferill hans. „Ég spurði hvort honum langaði að koma aftur hingað, en hann spila á hæsta stigi leiksins."

Talið er að það sé meðal annars áhugi á Hart frá félögum í MLS-deildinni í Norður-Ameríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner