Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. júní 2020 18:02
Ívan Guðjón Baldursson
Sigur hjá Ara Leifs - Hacken úr leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson var keyptur til Strömsgodset í vor og hefur spilað allar mínúturnar á nýju tímabili.

Ari er öflugur varnarmaður og spilaði allan leikinn í 2-3 sigri á útivelli gegn Sarpsborg í dag.

Ole Jorgen Halvorsen brenndi af vítaspyrnu í byrjun leiks en í heildina voru fjórar spyrnur dæmdar, tvær á hvort lið. Mikkel Maigaard skoraði úr tveimur vítum á þremur mínútum í fyrri hálfleik.

Ari og félagar hafa farið vel af stað og eru með sjö stig eftir þrjár umferðir. Sarpsborg er á botni norsku deildarinnar án stiga.

Sarpsborg 2 - 3 Strömsgodset
0-1 Mikkel Maigaard ('30, víti)
0-2 Mikkel Maigaard ('33, víti)
1-2 Mos ('52)
1-3 Johan Hove ('54)
2-3 Mos ('79, víti)

Í Svíþjóð lék Óskar Sverrisson fyrri hálfleikinn í tapi Häcken gegn Elfsborg. Óskari og Ali Youssef var skipt út í hálfleik þar sem þjálfarinn vildi taktíska breytingu.

Staðan var markalaus í hálfleik og voru gestirnir frá Elfsborg sterkari aðilinn eftir leikhlé.

Liðin áttust við í sænska bikarnum og eru Óskar og félagar úr leik. Elfsborg mætir annað hvort Hammarby eða Gautaborg í undanúrslitum.

Häcken 1 - 2 Elfsborg
0-1 R. Alm ('51)
1-1 L. Bengtsson ('58)
1-2 C. McVey ('71)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner