Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. júlí 2018 16:29
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs: Erum að þrengja hringinn
Icelandair
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talsvert hefur borist af umsóknum, ábendingum og fyrirspurnum vegna landsliðsþjálfarastarfs Íslands. Þetta segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

„Við erum meðvituð um að það er ekki mikill tími til stefnu og vinnum hratt og vel. Það er verið að vinna á fullu í þessum málum og verið að þrengja hringinn og fækka nöfnum á blaði," segir Guðni.

Þegar hann var spurður að því hvort útlit væri fyrir að næsti landsliðsþjálfari Íslands yrði innlendur eða erlendur sagði Guðni að enn væri opið fyrir hvort tveggja.

„Það eru því enn ekki neinar fréttir af þessum málum en vonandi kemur það bráðlega."

Heimir Hallgrímsson staðfesti í síðustu viku að hann myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari en engar fréttir hafa borist af því hvað hann mun taka sér fyrir hendur.

Fyrsti leikur nýs landsliðsþjálfara verður ytra gegn Sviss í Þjóðadeildinni þann 8. september.
Athugasemdir
banner