Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. júlí 2021 14:52
Brynjar Ingi Erluson
Þrumuveður í Esbjerg - Leiknum frestað
Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Esbjerg gátu ekki klárað síðari hálfleikinn
Andri Rúnar Bjarnason og félagar í Esbjerg gátu ekki klárað síðari hálfleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik Esbjerg og Vendsyssel FF í dönsku B-deildinni var hætt í stöðunni 0-1 eftir að þrumuveður fór að nálgast Esbjerg en þetta staðfestir félagið á Twitter.

Vendyssel komst yfir á 12. mínútu og þá klúðraði DIego Montiel vítaspyrnu um það bil tuttugu mínútum síðar áður en gengið var til búningsherbergja.

Þegar síðari hálfleikurinn átti að fara af stað ákvað dómari leiksins hins vegar að stöðva leikinn vegna veðurs.

Þrumur og eldingar voru í grennd við Esbjerg og því ekki hægt að spila en síðari hálfleikurinn verður að öllum líkindum spilaður á morgun.

Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson eru á mála hjá Esbjerg.
Athugasemdir
banner
banner