mán 25. júlí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fulham enn í markvarðarleit - Þrír nefndir
Markvarðateymi Barcelona: Neto og Marc-Andre ter Stegen
Markvarðateymi Barcelona: Neto og Marc-Andre ter Stegen
Mynd: Getty Images
Fulham er enn í leit að styrkingu þegar kemur að markverði fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Marek Rodák og Paulo Gazzaniga eru markverðir liðsins en í gegnum sumarið hefur félagið verið orðað við styrkingu í stöðuna milli stanganna.

Það nafn sem hefur hvað oftast heyrst er Bernd Leno sem er varamarkvörður Arsenal. Leno er sagður falur fyrir fimmtán milljónir punda.

Þá er Neto, varamarkvörður Barcelona, einnig á blaði samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano.

Loks hefur Sergio Rico, varamarkvörður PSG, verið orðaður við endurkomu til Fulham en hann varði mark liðsins tímabilið 2018-19.

Fulham vann Championship deildina í vor og verður því í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner