Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. ágúst 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Fáránlegt gult spjald á Daniel James
Mynd: Getty Images
Daniel James fékk gula spjaldið annan leikinn í röð fyrir leikaraskap þegar Manchester United mætti Crystal Palace í gær.

James fékk að líta gula spjaldið á 71. mínútu, en við endursýningar sést að þetta var kolrangur dómur. Snertingin er augljós. James átti síðar eftir að skora í leiknum, en það mark dugði ekki. Palace vann leikinn 2-1.

Eftir leikinn í gær kom Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hinum 21 árs gamla James til varnar.

„Ég er 100 viss um að það var snerting. Núna er hann kominn með tvö gul spjöld, spjöld sem áttu aldrei að verða að veruleika," sagði Solskjær eftir leikinn við Palace.

„Hann er ekki leikmaður sem dýfir sér. Stundum er sparkað í hann og stundum, vegna hraða hans, er lítil snerting nóg til að fella hann."

Hér að neðan má sjá "leikaraskapinn" hjá James í gær.

Daniel James booked for “diving” from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner