Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 25. september 2018 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea til sölu fyrir 3 milljarða punda
Mynd: Getty Images
Times greindi frá því í síðasta mánuði að Roman Abramovich væri reiðubúinn að selja Chelsea fyrir 2.5 milljarða punda en nú segir Bloomberg verðið vera komið upp í 3 milljarða. Það eru rúmlega 440 milljarðar íslenskra króna.

Rússinn vill ekki selja félagið en neyðist til þess eftir að beiðni hans um að öðlast breskan ríkisborgararétt var hafnað.

Hann er sagður vera gríðarlega mikill stuðningsmaður sins eigins liðs og býr hluta ársins í New York, þar sem hann fer á Legends barinn til að horfa á félagið sitt spila.

„Ef þú ferð í hús eða bát sem hann á þá er skjár í nánast hverju einasta herbergi og það er alltaf fótbolti í gangi," segir heimildarmaður Bloomberg sem er náinn viðskiptafélagi Rússans.
Athugasemdir
banner
banner