Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. september 2018 16:40
Magnús Már Einarsson
Ísak og Oliver til Nordsjælland á reynslu
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson, leikmenn ÍA, eru þessa dagana á reynslu hjá FC Nordsjælland í Danmörku. Ísak, sem er miðjumaður, skoraði tvö mörk fyrir U18 ára lið Nordsjælland gegn Midtjylland í dag en Oliver var öflugur í vörn liðsins.

Þeir verða við æfingar hjá liðinu í viku og koma heim á föstudaginn.

„FC Nordsjælland óskaði eftir því að fá þá á reynslu, en þetta félag er í efstu deild í Danmörku og með mjög góða unglingaakademíu. Þess má einnig geta að þetta er yngsta liðið í efstu deildinni í Danmörku," segir á heimasíðu ÍA.

Oliver er fæddur árið 2002 og Ísak árið 2003 en þeir hjálpuðu báðir ÍA að verða Íslandsmeistari í 2. flokki á dögunum þrátt fyrir að vera ennþá gjaldgengir í 3. flokk.

Þeir komu einnig báðir inn á sem varamenn í leik ÍA og Þróttar í lokaumferð Inkasso-deildarinnar á laugardag en Ísak varð um leið yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila deildarleik með ÍA.

Sjá einnig:
Ísak yngstur í sögu ÍA: Skemmtilegt að fá bónus í síðasta leik

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner