Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. september 2018 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Isco þarf að fara í botnlangatöku
Mynd: Getty Images
Real Madrid staðfesti í dag að Isco þarf að fara í botnlangatöku og mun því missa af nokkrum vikum hið minnsta.

Isco fer í aðgerðina í dag og missir því af miðvikudagsleiknum gegn Sevilla.

Spænski landsliðsmaðurinn er búinn að skora eitt og leggja eitt upp í fyrstu fimm umferðum tímabilsins og er mikilvægur hlekkur í liðinu undir stjórn Julen Lopetegui. Isco skoraði þá einnig gegn Roma í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Isco er ekki sá eini sem vantar fyrir leikinn gegn Sevilla því Dani Carvajal er meiddur. Bakvörðurinn missti af leiknum gegn Espanyol vegna meiðsla og æfði ekki með liðinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner