Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. september 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Jón Rúnar um mætinguna: Þetta er skelfing
Jón Rúnar Halldórsson fylgist með leik hjá sínum mönnum í FH.
Jón Rúnar Halldórsson fylgist með leik hjá sínum mönnum í FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er eitt orð yfir þetta. Þetta er skelfing," sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn þegar rætt var um mætingu áhorfenda á leiki í Pepsi-deildinni í sumar.

Smelltu hér til að hlusta á málstofu Pepsi-deildarinnar úr útvarpsþættinum

Mætingin á leiki hefur minnkað undanfarin ár og sú þróun hefur haldið áfram í sumar þrátt fyrir að mörg félög hafi lagt mikið í bætta umgjörð.

„Það er ekki ein skýring í dag frekar en önnur. Ég hef að vísu haft skoðun á þessu og hún er ennþá sú sama. Það að þetta sé vinsælt sjónvarpsefni," sagði Jón Rúnar sem vill meina að offramboð sé á leikjum í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

„Ég held að það sé ljóst, sérstaklega á svona rigningarsumrum, þá er besta sætið, eins og slagorðið segir, besta sætið. Við erum að horfa á hard coreið mæta en lausafylgið er ekki að skila sér."

Smelltu hér til að hlusta á málstofu Pepsi-deildarinnar úr útvarpsþættinum
Athugasemdir
banner