Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. september 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Kwame Quee skoðar aðstæður hjá félagi í sænsku úrvalsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kwame Quee, kantmaður Víkings Ólafsvíkur, er að fara að skoða aðstæður hjá sænska félaginu Kalmar samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kwame hefur verið einn besti leikmaður Ólafsvíkinga undanfarin tvö tímabil.

Í sumar skoraði hann ellefu mörk í Inkasso-deildinni en í fyrra skoraði hann þrjú mörk í Pepsi-deildinni.

Hinn 22 ára gamli Kwame fer til Svíþjóðar á sunnudaginn áður en hann fer í verkefni með landsliði Sierre Leone.

Kwame er að verða samningslaus en Ólafsvíkingar vonast til að ganga frá nýjum samningi við hann ef hann semur ekki við Kalmar.

Kalmar er í 10. sæti í sænsku úrvalsdeildinni og siglir lygnan sjó.
Athugasemdir
banner
banner
banner