Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. september 2018 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Ég er í losti
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Derby County
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Derby County
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Derby County, var í skýjunum með sína menn í kvöld en liðið lagði Manchester United í vítakeppni.

Juan Mata kom United yfir snemma leiks áður en Harry Wilson jafnaði metin með frábæru aukaspyrnumarki. Jack Marriott kom Derby yfir rétt eftir að Sergio Romero, markvörður United, var rekinn af velli fyrir að handleika knöttinn utan teigs.

Marouane Fellaini kom inná í liði United undir leikslok og jafnaði metin. United tapaði hins vegar í vítakeppninni. Scott Carson varði þá slakt víti Phil Jones.

„Ég er í losti. Þvílík frammistaða. Það að lenda undir snemma leiks á Old Trafford spila eins og mínir menn spiluðu, það er magnað. Við höfðum karakter í að taka þessar vítaspyrnur og ég er bara ótrúlega stoltur stjóri," sagði Lampard.

„Þetta var auðvelt val fyrir mig. Leikmennirnir voru frábærir gegn Brentford og áttu skilið að spila á Old Trafford. Ég vildi koma með lið sem gæti veitt United samkeppni. Ég er ekkert eðlilega stoltur af þeim."

„Harry Wilson gerir þetta á æfingasvæðinu. Mér fannst þetta of langt frá markinu en hann afsannaði það. Hann og Mason Mount eiga eftir að ná mjög langt,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner