banner
   þri 25. september 2018 16:15
Fótbolti.net
Lið 22. umferðar í Inkasso - Magni á sína fulltrúa
Sigurður Marinó Kristjánsson.
Sigurður Marinó Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar er þjálfari umferðarinnar.
Páll Viðar er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo er í liði umferðarinnar.
Alvaro Montejo er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Inkasso-deildinni lauk síðastliðinn laugardag. Það varð dramatík þegar Magni hélt sér uppi með sigri á ÍR í Breiðholtinu. Magni á fjóra leikmenn í liði umferðarinnar.

Sveinn Óli Birgisson, Lars Óli Jessen, Sigurður Marinó Kristjánsson og Gunnar Örvar Kristjánsson. Sá síðastnefndi skoraði tvö mörk og er leikmaður umferðarinnar í þokkabót.


ÍA vann Inkasso-deildinni eftir jafntefli gegn Þrótti á heimavelli. Markvörður Þróttar var maður leiksins þar, Arnar Darri Pétursson.

HK lenti í öðru sæti í deildinni en tapaði gegn Haukum í lokaumferðinni, 2-0. Gunnar Gunnarsson, fyrirliði Hauka, er í liði umferðarinnar, ásamt Þórði Jón Jóhannessyni, sem var maður leiksins á Ásvöllum.

Þá kemst Kristófer Reyes, varnarmaður Fram, í liðið þrátt fyrir tap gegn Víkingi Ó. Kwame Quee úr Víkingi Ólafsvík var maður leiksins í þeim leik.

Kenneth Hogg úr Njarðvík og Alvaro Montejo eru frammi með Gunnari Örvari. Kenneth lék með Njarðvík í sigri á Selfossi og Alvaro var enn og aftur góður þegar Þór vann Leikni.

Fyrri lið umferðar
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner