Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. september 2018 19:30
Fótbolti.net
Lokahóf hjá ÍA, Gróttu og Þrótti Vogum
Arnar Már var bestur hjá ÍA.
Arnar Már var bestur hjá ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Guðjónsson var bestur að mati þjálfara Gróttu.
Dagur Guðjónsson var bestur að mati þjálfara Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lokahóf ÍA fór fram síðastliðið laugardagskvöld. Skagamenn unnu Inkasso-deild karla en í liði þeirra var Arnar Már Guðjónsson valinn bestur og Stefán Teitur Þórðarson besti ungi leikmaðurinn.

Hjá meistaraflokki kvenna var Unnur Ýr Haraldsdóttir best og Bergdís Fanney Einarsdóttir besti ungi leikmaðurinn.

Lokahóf meistaraflokka Gróttu var haldið með pomp og prakt síðastliðið laugardagskvöld. Meistaraflokkur kvenna endaði í 4. sæti í 2. deild og meistaraflokkur karla í 2. sæti og komust upp í Inkasso-deildina.

Gefin voru verðlaun fyrir besti leikmanninn, efnilegasta leikmanninn, markahæsta leikmanninn og mesta naglann. Að vana kusu leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn um það og niðurstöðurnar þessar:

Besti leikmaður 2018:
Óliver Dagur Thorlacius
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir

Efnilegasti leikmaður 2018:
Anja Isis Brown
Hákon Rafn Valdimarsson

Markahæsti leikmaður 2018:
Óliver Dagur Thorlacius
Taciana Da Silva Souza

Mesti naglinn 2018:
Sigurvin Reynisson
Tinna Bjarkar Jónsdóttir

Þjálfarar meistaraflokks karla völdu einnig besta leikmanninn að þeirra mati og þau verðlaun hlaut Dagur Guðjónsson.

Þróttur Vogum sem spilaði í fyrsta sinn í 2. deild á þessu fagnaði sínum besta árangri í sögu félagsins. Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningar á lokahófi Þróttar:

Leikmaður ársins 2018: Jordan Tyler.
Efnilegasti leikmaður ársins 2018: Sverrir Bartolozzi
Félagi ársins 2018 að mati leikmanna: Bjarki Þór Þorsteinsson
Mark ársins: Sigurmark Viktors Segatta á móti Víði Garði
Stuðningsmaður ársins 2018: Vignir Már Eiðsson
Viðurkenning fyrir 50. leiki: Örn Rúnar Magnússon
Leikmaður ársins að mati stuðningsmanna: Kian Viðarsson

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef þið hafið upplýsingar um verðlaunahafa á lokahófi hjá einhverju félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner