þri 25. september 2018 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sporting fær 50 milljónir fyrir Martins og Patricio
Mynd: Getty Images
Spænskir og portúgalskir fjölmiðlar segja Sporting CP og Atletico Madrid hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Gelson Martins.

Martins reyndi, líkt og margir aðrir, að rifta samningi sínum við Sporting í sumar eftir að stuðningsmenn liðsins réðust að leikmönnum á æfingasvæðinu.

Hann gekk til liðs við Atletico Madrid á frjálsri sölu en Sporting vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Málið átti að fara fyrir dóm en það þarf líklegast ekki að taka til þess þar sem Atletico er sagt hafa samþykkt að greiða 30 milljónir evra fyrir kantmanninn.

Martins er 23 ára gamall og vildi Sporting upprunalega fá 45 milljónir frá Atletico.

Frederico Varandas er nýr forseti Sporting og vill hann ljúka þessu máli sem fyrst, en hann er sagður hafa samþykkt að fá 20 milljónir evra frá Wolves fyrir markvörðinn Rui Patricio.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner