Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. september 2018 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Wilson lék eftir fagn Fernando Torres
Harry Wilson skorar úr aukaspyrnunni
Harry Wilson skorar úr aukaspyrnunni
Mynd: Getty Images
Harry Wilson, leikmaður Derby County á láni frá Liverpool, skoraði fyrir liðið gegn Manchester United í enska deildabikarnum í kvöld og fagnaði á viðeigandi hátt.

Wilson er velskur en er uppalinn í Liverpool og þykir eitt mesta efni félagsins.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað að lána hann til Derby þar sem Frank Lampard er við stjórnvölin.

Wilson hefur farið vel af stað með Derby og hélt hann góðu gengi áfram er hann jafnaði leikinn gegn United með geggjuðu aukaspyrnumarki.

Hann fagnaði því með því að taka fagn spænska framherjans Fernando Torres. Hann fagnaði gegn United með því að sýna fimm fingur til að minna á þau skipti sem Liverpool hefur unnið Meistaradeild Evrópu.

Þar að auki er Wilson svolítið líkur kappanum.

„Þetta var of langt frá til þess að beygja hann yfir vegginn. Þannig ég ákvað að nýta reimarnar á skónum og láta vaða. Ég er oft að reyna þetta á æfingum," sagði Wilson.



Athugasemdir
banner
banner
banner