Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. september 2018 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Yngsti leikmaður deildabikarsins frá upphafi
Harvey Elliott er aðeins 15 ára gamall
Harvey Elliott er aðeins 15 ára gamall
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott, leikmaður Fulham á Englandi, varð í kvöld yngsti leikmaðurinn til að spila í deildabikarnum þar í landi.

Elliott er 15 ára og 174 daga gamall en hann spilaði níu mínútur er Fulham lagði Millwall 3-1.

Mikill uppgangur er í unglingastarfi Fulham en Ryan Sessegnon er einn heitasti bitinn á markaðnum og þá hefur Barcelona áhuga á Elliott.

Slavia Jokanovic, knattspyrnustjóri Fulham, telur að Elliott eigi eftir að gera frábæra hluti í framtíðinni og ljóst er að hann fær traustið þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gamall.

„Hann á bjarta framtíð. Hann var í prófum í skólanum í dag og hann á að mæta í skólann á morgun. Hann er svolítið hrokafullur en á jákvæðan hátt," sagði Jokanovic.
Athugasemdir
banner