Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar að skrifa lokakaflann og hætta svo
Lloyd fagnar marki með Bandaríkjunum.
Lloyd fagnar marki með Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Carli Lloyd, sem hefur verið ein besta fótboltakona í heimi undanfarin ár, ætlar sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana á næsta ári.

Lloyd, sem er 38 ára gömul, hefur verið fyrirliði Bandaríkjana, besta landsliðs heims.

Lloyd hefur skorað 123 mörk í 294 landsleikjum. Hún hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og tvö Ólympíugull. Hún stefnir á að vinna þriðja gullið næsta sumar í Tókýó og skrifa þannig lokakaflann á glæstum ferli sínum.

„Ég hef verið það heppin að afreka mikið en ég á enn eftir að skrifa lokakaflann," sagði Lloyd í My Sporting Mind hlaðvarpinu.

Bandaríkin verða ansi líkleg til árangurs á Ólympíuleikunum næsta sumar, það er nokkuð ljóst.
Athugasemdir
banner
banner
banner