Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. október 2021 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristófer fékk boltann í bakið en fékk markið ekki skráð á sig
Kristófer Ingi Kristinsson.
Kristófer Ingi Kristinsson.
Mynd: Getty Images
Kristófer Ingi Kristinsson átti þátt í öðru marki SönderjyskE gegn Midtjylland í gær, ef ekki meira en það.

Arnór Ingi, bróðir Kristófers, deilir myndbandi af öðru markinu SönderjyskE í gær á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Fyrir áhugasama þá skoraði Kristófer sitt fyrsta mark í Danish Superliga í kvöld. Því miður fékk hann það ekki skráð á sig en hann stýrir boltanum skrautlega í markið með bakinu á sér. Ekki það flottasta en mark skal vera mark," skrifar Arnór.

Hægt er að sjá myndband af markinu hér að neðan. Þess má geta að Elías Rafn Ólafsson var í markinu hjá Midtjylland í leiknum.

Þetta mark jafnaði leikinn, en Midtjylland skoraði sigurmarkið áður en flautað var af. Mikil dramatík!

Kristófer er 22 ára gamall framherji sem gekk í raðir SönderjyskE fyrr á þessu ári eftir að hafa verið hjá PSV í Hollandi þar sem hann spilaði með varaliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner