Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 26. janúar 2019 18:00
Hafliði Breiðfjörð
Túfa: Erum að vinna á fullu í að styrkja liðið
Túfa kom til Grindavíkur í vetur eftir að hafa þjálfað KA undanfarin ár.
Túfa kom til Grindavíkur í vetur eftir að hafa þjálfað KA undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það jákvæða er að á þessum tímapunkti eru margir ungir strákar sem aldrei hafa fengið að æfa með meistaraflokki að fá sínar fyrstu mínútur og að prófa sig á móti bestu liðum landsins. Ég er ekkert niðurdreginn en þetta var samt vont tap," sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur eftir 5-0 tap gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í dag.

Hann tók við liðinu í vetur af Óla Stefán Flóventssyni sem tók við hans gamla starfi hjá KA. Nú er fyrsta árið komið af stað.

„Ég er búinn að vera ánægður með æfingarnar og þeir leikir sem við höfum spilað hingað til hafa verið mjög fínir og stígandi í þessu. Tapið í dag breytir engu af því sem við erum að vinna í, það vantar fullt af strákum í liðið í dag."

Grindavík hefur misst marga sterka leikmenn frá í fyrra og styrkt sig með þremur Marc McAusland sem kom frá Keflavík auk tveggja sem koma erlendis frá. (listann yfir komna og farna má sjá neðst í fréttinni). Túfa segist vera að vinna í að styrkja liðið enn frekar.

„Við erum að vinna á fullu í að styrkja liðið. Þessir leikmenn sem eru að koma að utan eru ekki komnir og ekki heldur nokkrir erlendir leikmenn sem voru í fyrra," sagði hann.

„Ég get ekki sagt hvað ég mun fá marga leikmenn til viðbótar. Við erum búnir að missa sex leikmenn frá í fyrra og fá þrjá til okkar. Það er planið að vera á pari en ekkert sem ég get sagt frá núna."

Túfa tók við liðinu í vetur og ljóst að liðið verður mikið breytt frá síðustu leiktíð. Hann var spurður út í breytt hlutverk frá KA starfinu þar sem mikið var lagt í uppbyggingu en hjá Grindavík virðist annað uppi á teningunum.

„Þegar ég kem hingað til Grindavíkur er ég að byrja alveg upp á nýtt, setja saman nýtt þjálfarateymi fyrst og byggja svo liðið upp. Ég vissi hvernig þetta verkefni yrði og að það yrði erfitt. Ég er mjög bjartsýnn á það og hef mikla trú á strákunum sem eru í kringum þetta."

Komnir:
Josip Zeba frá HAGL
Marc McAusland frá Keflavík
Vladan Djogatovic frá Serbíu

Farnir:
Björn Berg Bryde í Stjörnuna
Brynjar Ásgeir Guðmundsson í FH
Kristijan Jajalo
Sam Hewson í Fylki
Sito til Bandaríkjanna
Athugasemdir
banner
banner
banner