Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið B-deild: Öruggt hjá Grindavík - Hvaða lið fer í úrslit?
Aron Jóhannsson skoraði tvívegis fyrir Grindavík
Aron Jóhannsson skoraði tvívegis fyrir Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árborg lagði KFR
Árborg lagði KFR
Mynd: Raggi Óla
Grindavík 3 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Aron Jóhannsson ('35 )
2-0 Aron Jóhannsson ('39 )
3-0 Viktor Guðberg Hauksson ('82 )

Grindavík situr nú á toppnum í riðli 2 í B-deild Fótbolta.net mótsins eftir 3-0 sigur á Víkingi Ó. í Skessunni í kvöld.

Aron Jóhannsson skoraði tvívegis fyrir Grindavík í fyrri hálfleik. Fyrst á 35. mínútu og svo aftur fjórum mínútum síðar.

Viktor Guðberg Hauksson gerði svo þriðja markið þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Þessi úrslit þýða það að Grindavík er á toppnum í riðlinum með 6 stig og á KV ekki lengur möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Grindavík mætir hins vegar Aftureldingu á laugardag og þarf Afturelding að vinna þann leik með að minnsta kosti tveggja marka mun til að komast í úrslitaleikinn.

C-deildin:

KFR 2 - 4 Árborg
Markaskorarar hjá Árborg: Sindri Þór Arnarson 2, Birkir Pétursson og Gísli Rúnar Magnússon.

Árborg vann fyrsta leik sinn í riðli 2 í C-deildinni, 4-2, gegn KFR en Sindri Þór Arnarson, sem er fæddur árið 2004, skoraði tvö fyrir Árborg og þá komust þeir Gísli Rúnar Magnússon og Birkir Pétursson einnig á blað.

Næsti leikur Árborgar er gegn Kára á föstudag á meðan KFR mætir Haukum á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner