Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. janúar 2022 14:40
Elvar Geir Magnússon
Segir HM á tveggja ára fresti geta bjargað mannslífum
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Mynd: Getty Images
Ótrúleg ummæli Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundi þingmannaráðs Evrópuráðsins hafa vakið mikil viðbrögð.

Infantino talar fyrir því að HM verði haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Hann segir að sú breyting gæti hindað það að afrískt farandfólk „finni dauðann í sjónum".

Hann segir að þjóðir utan Evrópu þurfi að fá meira aðgengi að alþjóðlegum fótboltamótum til að forðast alvarlegar afleiðingar.

„Umræðan er ekki um það hvort við viljum HM á tveggja ára fresti heldur hvað við viljum gera fyrir framtíð fótboltans. Ef við hugsum um heiminn og hvað fótboltinn færir honum," segir Infantino.

„Við þurfum að finna leiðir til að sameina allan heiminn, gefa Afríkumönnum vonir svo þeir þurfi ekki að fara yfir Miðjarðarhafið til að reyna að finna betra líf. Eða sem er kannski líklegra, að þeir finni dauðann í sjónum."

„Við þurfum að gefa tækifæri, gefa sæmd. Við gerum það með því að leyfa öðrum heimshlutum að taka þátt. Kannski er ekki rétta svarið að hafa HM á tveggja ára fresti en við erum að ræða það," segir Infantino.

Ronan Evain, framkvæmdastjóri stuðningsmanna í Evrópu, er meðal þeirra sem hafa gangrýnt ummæli Infantino. „Hversu lágt getur Infantino lagst? Það er ólýsanlegt að nota dauðsföll í Miðjarðarhafi til að selja stórmennskulega og brjálæðislega hugmynd sína," segir Evain.

Sjá einnig:
Lesendur vilja ekki sjá HM á tveggja ára fresti
Athugasemdir
banner