Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auto big bro: Einar Karl Ingvarsson (til hægri, svo það fari ekki milli mála)
Auto big bro: Einar Karl Ingvarsson (til hægri, svo það fari ekki milli mála)
Mynd: Stjarnan
Viktor Karl Einarsson, ýkti frændi Rúriks
Viktor Karl Einarsson, ýkti frændi Rúriks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
the EY-Z fagnar því að fara á eyðieyjuna. Hemmi reynir að segja honum að það sé ekki að fara gerast.
the EY-Z fagnar því að fara á eyðieyjuna. Hemmi reynir að segja honum að það sé ekki að fara gerast.
Mynd: Þróttur V/Jóna Kristbjörg og Guðmann Rúnar
Davíð er uppalinn í FH en skipti árið 2015 í Breiðablik. Sumarið 2018 fór hann að láni til Hauka en hefur annars haldið sig í Kópavoginum.

Davíð á að baki 46 leiki í deild og bikar, þá hefur hann leikið fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var á dögunum valinn í æfingahóp U21 árs lansliðsins sem kemur saman snemma í mars. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Davíð Ingvarsson

Gælunafn: Damirinn kallar mig stundum Geira veit ekki alveg með það

Aldur: 22 ára í apríl

Hjúskaparstaða: föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: það var 2017

Uppáhalds drykkur: rauður collab er geiiitin!

Uppáhalds matsölustaður: Vefjan er next level váh

Hvernig bíl áttu: Suzuki swift

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: er að horfa á temptation island núna það er alvöru veisla!

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott

Uppáhalds hlaðvarp: hef helviti gaman af Steve dagskrá

Fyndnasti Íslendingurinn: Mjeeees Gillz!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þetta er Oreo, hlaupperlur og svo svarti og rauði brjóstsykurinn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: eigum við að fá okkur pizzu þegar þú kemur pabbi að geita yfir sig

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: er ekki mikill ÍA fan

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: ætli það sé ekki Angel Gomes

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Óskar og Dóri

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Óskar Jóns gæinn er ekkert eðlilega mikill tuðari.

Sætasti sigurinn:

Mestu vonbrigðin: ætli það sé ekki að ég hef aldrei unnið KR á meistaraflokks ferlinum, alveg agalegt

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Það er auto big bro Einar Karl

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Hlyns quality

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl gæinn er frændi Rúriks!!

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Alexandra Einarsdóttir faaaacts

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: ætli þetta sé ekki á milli Högga og Robba

Uppáhalds staður á Íslandi: Þegar Ágúst Hlyns er á landinu þá hrikalega gott að vera í sófanum hjá honum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég fékk rauða spjaldið á móti Val og big bro hélt utan um mig, kom mér í burtu og leiddi mig útaf.

Meira um atvikið: „Tók hann í burtu eins og allir bræður myndu gera"

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: ég klæði mig alltaf í vinstri fyrst hvort sem það er sokkur eða skór

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já ég er mikið inní NBA eftir Melo Ball mætti í deildina

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vaporinn nuuush!

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: ég var ekkert spes í STÆ

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: ég myndi taka Ágúst Hlyns því hann er ekkert eðlilega heimskur og maður hefur gaman af honum, svo myndi ég taka Eystein Þorra eða betur þekktur sem oooo the EY-Z!! Þvi það er ekkert eðliega fyndið þegar hann er að hrauna yfir Ágúst, svo myndi ég taka Andra Yeoman því hann myndi koma okkur af eyjunni á 10min.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég læt kærustuna mína raka á mér rassinn

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Viktor Karl, hélt hann væri algjör rasshaus og vel hrokafullur en svo er hann bara algjör king og ætli hann sé ekki ýktasti gæi sem ég hef kynnst.

Hverju laugstu síðast: ég laug að vini mínum að ég væri að gera eh en ég var bara í cod með boiiis

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: ætli það sé ekki eldgömlu hlaupin bara úff

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: ég myndi spyrja Cristiano hvernig hann varð svona mikil geit


Andri Rafn Yeoman, eyðieyja - 10 mín - mættir heim
Ungstirnin - 2000 úrvalslið og Blikar koma í heimsókn
Athugasemdir
banner
banner