Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. mars 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu
Mynd: KSÍ
Íslenska drengjalandsliðið í U17 aldursflokki getur í dag tryggt sér sæti á Evrópumótinu sem fer fram á Írlandi í sumar.

Strákarnir mæta Hvíta-Rússlandi í lokaleik sínum í milliriðli.

Hingað til hefur Ísland unnið Slóveníu 2-1 og gert 3-3 jafntefli gegn Þýskalandi.

Fyrir leikinn í dag er Ísland á toppi riðilsins með fjögur stig. Hvíta-Rússland og Þýskaland eru með tvö stig og Slóvenía er með eitt stig.

Með sigri í dag vinnur Ísland riðilinn og fer á EM. Ef drengirnir gera jafntefli þá er eitt af efstu tveimur sætum riðilsins tryggt, en ef liðið tapar þá þurfum við að treysta á að úrslitin í leik Slóveníu og Þýskalands verði okkur hagstæð.

Efsta liðið í riðlinum fer beint á EM. Einnig komast sjö bestu liðin með bestan árangur í öðru sæti áfram. Það eru átta riðlar.

Leikurinn í dag hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Áfram Ísland!
Athugasemdir
banner
banner
banner