þri 26. mars 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM í dag - Lagerback mætir Svíum
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Dagurinn í dag er síðasti leikdagurinn í undankeppni EM í þessu landsleikjaverkefni.

Lars Lagerback og lærisveinar hans voru gagnrýndir af norskum fjölmiðlum eftir tap gegn Spánverjum um liðna helgi. Noregur mætir Svíþjóð á heimavelli í dag. Eins og flestir vita er Lagerback frá Svíþjóð og þetta ætti því að verða athyglisverður leikur.

Það er annar leikurinn sem verður í beinni. Hinn leikurinn sem verður í beinni er viðureign Sviss og Danmerkur.

Spánverjar etja kappi við Möltu og Ítalía mætir Liechtenstein, sem hefur mikla tengingu við Ísland. Þjálfari Liechteinstein er Helgi Kolviðsson og í teymi hans eru Guðmundur Hreiðarsson og Sebastian Boxleitner, sem er fyrrum styrktarþjálfari íslenska landsliðsins.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

Leikir dagsins:

Riðill D
19:45 Sviss - Danmörk (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Írland - Georgía

Riðill F
19:45 Rúmenía - Færeyjar
19:45 Noregur - Svíþjóð (Stöð 2 Sport)
19:45 Malta - Spánn

Riðill J
17:00 Armenía - Finnland
19:45 Ítalía - Liechteinstein
19:45 Bosnía - Grikkland
Athugasemdir
banner
banner
banner